Um gistingu

Gistiheimilið Gerði

Gistiheimilið Gerði er aðeins 13 km austan við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi, mitt á milli Skaftafells og Hafnar í Hornafirði. Því er tilvalið að gista hjá okkur ef þú vilt njóta Jökulsárlónsins, þjóðgarðsins í Skaftafelli og fara í ferð upp á Vatnajökul. Við erum nálægt sjónum og rétt undir stórbrotnum fjöllum með fallegu útsýni yfir Öræfajökul. Hjá okkur er opið allt árið um kring. Á Gerði eru 25 herbergi með baði og 9 herbergi án baðs. Við bjóðum upp á morgunmat og kvöldmat auk þess er eldunaraðstaða til staðar.
Þráðlaust net er í aðalbyggingunni.
Skemmtilegar gönguleiðir eru í nágrenninu, bæði stuttar og langar.
Á Gerði er einnig rekið sauðfjárbú með um 500 fjár á fóðrun yfir veturinn. Hrossaræktin var öflug um skeið og býr margt gott í þeim hrossum sem eftir eru.